Flugskeytum beint að Bandaríkjamönnum í Írak

Frá mótmælum í Bagdad í dag.
Frá mótmælum í Bagdad í dag. AFP

Tvær sprengjukúlur lentu á „græna svæðinu“ í Bagdad höfuðborg Íraks síðdegis í dag og tvö flugskeyti hæfðu sömuleiðis Al-Balad-herstöðina, skammt norðan við borgina. Þar eru bandarískir hermenn með viðveru. Samkvæmt frétt BBC lést enginn í þessum árásum.

Fréttamaður Al Jazeera segir í frétt miðilsins að Katuysha-flugskeyti hafi hæft geymslusvæði herstöðvarinnar í Al-Balad og að þar hafi engan sakað.

Græna svæðið er alþjóðlega öryggissvæðið í borginni þar sem flestar alþjóðastofnanir og erlend sendiráð hafa haft aðsetur frá því alþjóðlegt herlið leitt af Bandaríkjamönnum gerði innrás í landið árið 2003. Sírenur fóru í gang í bústöðum bandaríska sendiráðsins í græna svæðinu þegar sprengjukúlurnar lentu þar nærri, samkvæmt frétt AFP.

Syrgjrendur umkringja hér bíl sem flutti lík íranska herforingjans Qasem …
Syrgjrendur umkringja hér bíl sem flutti lík íranska herforingjans Qasem Soleimani um stræti Bagdad í dag. AFP

Mikil spenna hefur verið í Bagdad í dag, en þar voru þeir tíu sem létust í árás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags bornir til grafar, þeirra á meðal íranski herforinginn Qasem Soleimani og íraski herforinginn Abu Mahdi al-Muhandis. 

Íranar hafa heitið hefndum vegna árásarinnar, en fréttir af því hvaðan flugskeytin og sprengjukúlurnar komu eru óljósar enn sem komið er.

Frétt BBC um málið

Frétt Al Jazeera um málið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka