Biden eykur forskot sitt á Sanders

Sigurganga Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, í forkosningum Demókrataflokksins heldur …
Sigurganga Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, í forkosningum Demókrataflokksins heldur áfram. AFP

Sigurganga fyrrverandi varaforsetans Joe Biden í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember hélt áfram í gær. 

Forkosningar fóru fram í sex ríkjum og hefur Biden verið lýstur sigurvegari í fjórum þeirra; Michigan, Missouri, Mississippi og nú síðasta Idaho, en Biden er með sjö prósenta forskot þegar 96% atkvæða hafa verið talin. 

Tapið í Michigan er töluvert áfall fyrir Bernie Sanders, helsta og í raun eina keppinaut Biden, en þar vann hann öruggan sigur fyrir fjórum árum gegn Hillary Clinton. 

Biden hefur tryggt sér 823 kjörmenn en Sanders 663. 1.991 kjörmann þarf til að tryggja útnefningu flokksins en kapphlaupið er langt og strangt og er nú um það bil hálfnað. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja það hins vegar möguleika að Sanders muni ekki halda út.

Næstu forkosningar fara fram næsta þriðjudag og þá eru 577 kjörmenn í boði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka