Í beinni: Trump ávarpar þjóðina

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst ávarpa þjóðina í beinni útsendingu frá Rósagarði Hvíta hússins innan skamms. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Trump ávarpar landsmenn eftir að hörð og blóðug mót­mæli brutust út víða um Banda­rík­in í kjöl­far dauða Geor­ge Floyd, 46 ára svarts Banda­ríkja­manns, sem var myrt­ur af lög­reglu síðasta mánu­dag fyr­ir fram­an versl­un í Minn­ea­pol­is. Mótmælt hefur verið í grennd við Hvíta húsið og í nótt dvaldi Trump um tíma í neðanj­arðarbyrgi á meðan mestu læt­in áttu sér stað.

Fyrr­ver­andi lög­reglumaður­inn Derek Chau­vin hef­ur verið hand­tek­inn, en hann þrengdi að önd­un­ar­vegi Floyd með því að krjúpa á hálsi hans í meira en átta mín­út­ur.

Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að tjá sig lítið sem ekkert um atburðarrás síðustu daga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka