Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst ávarpa þjóðina í beinni útsendingu frá Rósagarði Hvíta hússins innan skamms.
I will be delivering brief remarks from the Rose Garden at 6:30 P.M. Eastern to update on the Federal Response.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 1, 2020
Þetta er í fyrsta sinn sem Trump ávarpar landsmenn eftir að hörð og blóðug mótmæli brutust út víða um Bandaríkin í kjölfar dauða George Floyd, 46 ára svarts Bandaríkjamanns, sem var myrtur af lögreglu síðasta mánudag fyrir framan verslun í Minneapolis. Mótmælt hefur verið í grennd við Hvíta húsið og í nótt dvaldi Trump um tíma í neðanjarðarbyrgi á meðan mestu lætin áttu sér stað.
Fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin hefur verið handtekinn, en hann þrengdi að öndunarvegi Floyd með því að krjúpa á hálsi hans í meira en átta mínútur.
Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að tjá sig lítið sem ekkert um atburðarrás síðustu daga.