Orban lýsir yfir stuðningi við Trump

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. AFP

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur greint frá því hvern hann hyggst styðja í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Í aðsendri grein í Magyar Nemzet ungversku dagblaði skrifar Orban að hann vonist til að Donald Trump, sitjandi forseti, haldi áfram völdum. 

Rökstyður hann val sitt og segir að „heimsvaldastefna“ demókrata sé fullreynd. Þá hafi Trump staðið sig með miklum ágætum í embætti og samskipti þeirra hafi jafnframt verið umtalsvert betri en í tíð fyrri forseta. 

Kemur vel saman

Trump hefur áður hrósað Orban mjög fyrir stefnu hans í innflytjendamálum í Ungverjalandi, en þar hefur síðarnefndi leiðtoginn tekið mjög skýra afstöðu. Orban hefur heimsótt Trump í Hvíta húsið, en í heimsókninni hrósaði hann Bandaríkjaforseta mikið. 

„Ég er stoltur af því að standa hér við hlið Bandaríkjanna, sem ásamt okkur vilja berjast gegn innflutningi ólölegra innflytjenda og hryðjuverkum auk þess að vernda kristin gildi,“ sagði Orban. Skammt er þar til bandarísku forsetakostningarnar fara fram, eða 3. nóvember nk. 

Donald Trump á kosningafundi.
Donald Trump á kosningafundi. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert