Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist á heimsvísu í fyrradag, eða um 349 þúsund tilfelli. Flest tilfelli liðinn sólarhring greindust í Indlandi (70.800) og Bandaríkjunum (56.700) en yfir 100 þúsund tilfelli greindust í Evrópu, þar af 18.100 í Frakklandi og 17.500 í Bretlandi.
Þetta kemur fram á síðunni Worldometers.
Alls hafa nú tæplega 36,8 milljónir tilfella verið greind um heim allan og eru skráð dauðsföll 1,07 milljónir. Liðinn sólarhring voru 6.424 dauðsföll skráðaf völdum veirunnar, flestí Indlandi (967), Bandaríkjunum (957) og Brasilíu (730).
Nýjum tilfellum hefur fjölgað nær stöðugt frá því veiran var skilgreind sem heimsfaraldur í mars en skráð dauðsföll hafa ekki gert slíkt hið sama. Þau náðu hámarki 17. apríl þegar 8.515 dauðsföll voru skráð á einum degi.