Johnson sprækur sem lækur

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, sagði í morgun að hann væri við góða heilsu og ekki með nein einkenni Covid-19 þrátt fyrir að hafa farið í sjálfskipaða sóttkví vegna smits í kringum hann.

Hann segir í myndskeiði á Twitter að hann hafi þegar fengið Covid-19 og sé með nægt mótefni við veirunni. Honum líði frábærlega og sé jafn hress og hundur slátrarans – vísar hann þar í enskt orðatiltæki og hversu mikið hann hefur grennst undanfarna mánuði. 

Líkt og mbl.is greindi frá í gær ákvað Johnson að fara í sóttkví eftir að þingmaður sem hann hafði verið í návígi við greindist með veiruna. Johnson var þrjá daga á gjörgæsludeild vegna Covid-smits í apríl. 

Að sögn Johnson hafði ofþyngd mikið um það að segja hversu veikur hann varð í vor. Síðan þá hefur hann tekið sig á í mataræði og hreyfingu og er nú 12 kg léttari en áður. Hann ætlar að halda áfram að gæta að mataræðinu en þegar hann veiktist var hann 111 kg. 

Þetta er meira en ársgömul mynd af forsætisráðherra Bretlands, Boris …
Þetta er meira en ársgömul mynd af forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert