Þrír skotnir með pílum í Köln

Dómkirkjan í Köln
Dómkirkjan í Köln AFP

Þrír einstaklingar í Köln, Þýskalandi, eru særðir eftir að hafa verið skotnir með pílum. Lögreglan telur að pílunum hafi verið skotið úr blásturspípu. The Guardian greinir frá.

Einstaklingarnir urðu fyrir pílunum í morgun á vinnusvæði við Barbarossaplatz í Köln en þar er mjög fjölfarin lestarstöð.

Pílurnar voru nokkurra sentímetra langar en enginn særðist alvarlega.

„Við teljum líklegt að þessum heimagerðu pílum hafi verið skotið úr eins konar blásturspípu,“ sagði talsmaður lögreglunnar við dagblaðið Kölner Stadt-Anzeiger.

Lögreglan segist einnig gera ráð fyrir því að fórnarlömbin hafi verið valin af handahófi. Rannsókn málsins er farin af stað og leitar lögreglan að fleiri en einum geranda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka