Stjórnvöld í Peking í Kína saka bandaríska kollega sína um að dreifa falsfréttum um hlutverk Kína í stríðinu í Úkraínu.
Bandarískir miðlar höfðu í gær eftir heimildarmönnum innan stjórnkerfisins að Rússar hefðu óskað eftir aðstoð kínverskra yfirvalda við að útvega hergögn. Kínverska sendiráðið í Bandaríkjunum sagðist ekki vita til þess að slík bón hafi borist.
Þá hafa Bandarísk yfirvöld varað Kínverja við að verði við slíkri bón.
Til stendur að kínverskir og bandarískir embættismenn í utanríkisþjónustu hittist á fundi í Róm í Ítalíu síðar í dag.
Án þess að nefna sjálfa beiðnina, sagði Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, að Bandaríkin hafi dreift falsfréttum gegn Kína varðandi Úkraínustríðið af slæmum ásetningi.