Saka Bandaríkjamenn um upplýsingaóreiðu

Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína.
Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína. AFP

Stjórnvöld í Peking í Kína saka bandaríska kollega sína um að dreifa falsfréttum um hlutverk Kína í stríðinu í Úkraínu. 

Banda­rísk­ir miðlar höfðu í gær eft­ir heim­ild­ar­mönn­um inn­an stjórn­kerf­is­ins að Rúss­ar hefðu óskað eft­ir aðstoð kín­verskra yf­ir­valda við að út­vega her­gögn. Kín­verska sendi­ráðið í Banda­ríkj­un­um sagðist ekki vita til þess að slík bón hafi borist. 

Þá hafa Bandarísk yfirvöld varað Kínverja við að verði við slíkri bón.

Til stendur að kínverskir og bandarískir embættismenn í utanríkisþjónustu hittist á fundi í Róm í Ítalíu síðar í dag. 

Án þess að nefna sjálfa beiðnina, sagði Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, að Bandaríkin hafi dreift falsfréttum gegn Kína varðandi Úkraínustríðið af slæmum ásetningi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert