Boris Johnson mun segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag en halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands til haustsins. BBC greinir frá þessu.
Kosningabarátta vegna nýs leiðtoga Íhaldsflokksins fer fram í sumar og nýr forsætisráðherra verður klár áður en þing Íhaldsflokksins fer fram í október.
Johnson mun gefa út yfirlýsingu síðar í dag, að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar.
Átta ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hafa sagt af sér embætti það sem af er morgni, eða þau Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, George Freeman vísindamálaráðherra, Damien Hinds öryggismálaráðherra, Helen Whately og Guy Oppermanog Chris Philp, James Cartlidge og Michelle Donelan.