Tveir látnir eftir skógarelda í Kaliforníu

Slökkviliðsmenn berjast við skógarelda í Fairview í gær.
Slökkviliðsmenn berjast við skógarelda í Fairview í gær. AFP/Mario Tama

Tveir létu lífið og fleiri særðust er skógareldar kviknuðu og breiddust hratt út í Fairview í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær. Reuters segir frá.

Eldarnir brenndu 810 hektara, en þetta sagði Cal Fire og Riverside slökkviliðið í stöðuuppfærslu í gær. 

Níu slökkviliðsteymi voru kölluð út auk fjögurra þyrla og 265 slökkviliðsmenn hafa verið ráðnir í að berjast við eldana að sögn slökkviliðsins í Riverside-borg.

Í síðustu viku brenndu eldar í Norður-Kaliforníu um það bil 1,600 hektara og lögðu heimili hundruð manns í rúst.

Loftslagsbreytingar hafa valdið þurrkum og vaxandi hitastigi í yfir tvo áratugi og gert Kaliforníu-ríki afar viðkvæmt gagnvart skógareldum. Verstu árin sem til eru á skrá hvað varðar magn brenndra hektara voru í fyrra og í hittiðfyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert