Kínverjar lofað að senda Rússum ekki vopn

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína. AFP/Leah Millis

Kínverjar hafa lofað að senda Rússum ekki vopn til notkunar í stríðinu í Úkraínu. Þetta sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir fund með Xi Jinping, forseta Kína.

Blinken og sendinefnd Bandaríkjanna fundaði með ráðamönnum Kína í gær og í dag. 

Sendinefnd Bandaríkjanna fundaði með ráðamönnum Kína.
Sendinefnd Bandaríkjanna fundaði með ráðamönnum Kína. AFP/Leah Millis

„Við – og önnur lönd – höfum fengið staðfestingu frá Kína að þeir eru ekki og munu ekki senda Rússum vopn til notkunar í Úkraínu,“ sagði Blinken við blaðamenn í dag. 

Hann sagðist þó hafa áhyggjur af því að kínversk einkafyrirtæki gætu verið að senda Rússum vopn. 

„Við höfum beðið kínversku ríkisstjórnina að vera á varðbergi varðandi það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka