Ísraelska þingið samþykkti í dag umdeild lög sem gera þinginu kleift að snúa úrskurðum hæstaréttar með einföldum þingmeirihluta.
Lagabreytingin var samþykkt af öllum 64 þingmönnum meirihlutans sem Benjamin Netanyahu forsætisráðherra leiðir. Minnihlutinn sniðgekk atkvæðagreiðsluna.
Víða var mótmælt í Ísrael í gær vegna lagabreytingarinnar og þá hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti sagt hana vera „vafasama“.
Myndbandið hér að ofan var tekið áður en niðurstaða þingsins lá fyrir.