2023 heitasta ár sögunnar

Heimkynnum margra dýra stafar ógn af hnattrænni hlýnun.
Heimkynnum margra dýra stafar ógn af hnattrænni hlýnun. AFP

Nær öruggt má telja að árið 2023 verði heitasta ár sögunnar frá því mælingar hófust. Þetta kemur fram í mánaðarlegri skýrslu Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA).

Samkvæmt spálíkani eru meira en 99% líkur á því að árið verði hið heitasta í sögunni.

Í ágúst síðastliðnum var talið að helmingslíkur væru á því að met sem staðið hefur frá árinu 2016 yrði slegið. Nú er allt að því búið að slá því föstu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert