Ferjuflugvélar saknað

Lítillar eins hreyfils ferjuflugvélar af gerðinni C152 með einn mann um borð hefur verið saknað frá því skömmu eftir miðnætti í nótt.

Flugvélin, sem er skráð í Bandaríkjunum og ber einkennisstafina N6333H, fór frá Narsarsuaq á Grænlandi kl. 15:42 í gær og hugðist flugmaðurinn fljúga sjónflug neðan flugstjórnarsvæðis til Íslands og vera rúmar átta klukkustundir á leiðinni. Flugvélin hafði flugþol til kl. 03:12. Síðast heyrðist til vélarinnar um 30 mínútum eftir flugtak er flugmaðurinn kallaði turninn í Narsarsuaq og sagðist ætla að fljúga beint yfir suðurhluta Grænlandsjökuls í stað þess að fljúga suður fyrir jökulinn. Þrjár flugvélar taka þátt í leitinni sem hingað til hefur engan árangur borið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert