Motion Picture Association - Kvikmyndasamtök Bandaríkjanna, hafa veitt SMÁÍS (Samtök myndrétthafa á Íslandi) verðlaun fyrir „framúrskarandi árangur í baráttunni gegn ólöglegri dreifingu“ í fyrra en verðlaunin voru veitt í síðustu viku.
Í tilkynningu segir að Dara MacGreevy, yfirmaður MPA í Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum hafi veitt Hallgrími Kristinssyni, framkvæmdastjóra SMÁÍS, viðurkenninguna við formlega athöfn á ráðstefnu MPA í Flórens á Ítalíu.
„Verðlaun sem þessi eru veitt þeim löndum sem sýna framúrskarandi árangur gegn ólöglegri dreifingu myndefnis og er þetta í fyrsta sinn sem eitt af Norðurlöndunum hlýtur þessi verðlaun.“ Við afhendingu verðlaunanna sagði MacGreevy meðal annars að SMÁIS hefði í kjölfar kæra og lögregluaðgerða á síðasta ári hrundið af stað öldu aðgerða á öðrum Norðurlöndum gegn ólöglegri dreifingu sem ekki sæi fyrir endann á.