Transparency International lýsir áhyggjum af ásökunum um að Japanar hafi keypt þróunarríki í hvalveiðiráðið

Stofnunin Transparency International, sem leggur mat á spillingu í heiminum, hefur blandað sér í deilu um það hvort Japanar hafi keypt þróunarríki inn í Alþjóðahvalveiðiráðið til að tryggja sér atkvæði á ársfundum ráðsins.

Segist stofnunin í yfirlýsingu hafa áhyggjur af ásökunum þessa efnis, því það dragi úr trúverðugleika Alþjóðahvalveiðiráðsins og grafi undan friðunarstarfi þess ef sérhagsmunir, óháðir hvalveiðum, hafi áhrif á væntanlegan ársfund ráðsins, sem hefst á föstudag.

Transparency International segir að árið 2001 hafi ásakanir af þessu tagi leitt til þess að Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti ályktun um gegnsæi innan ráðsins, þar sem því var lýst yfir að sjálfstæð ríki hefðu fullan rétt til að móta eigin stefnu og taka þátt í störfum Alþjóðahvalveiðiráðsins án óeðlilegs þrýstings frá öðrum aðildarríkjum.

Þá hafi embættismenn viðurkennt að hafa annað hvort beitt þrýstingi eða orðið fyrir þrýstingi varðandi atkvæðagreiðslur í ráðinu. Rætt hafi verið um atkvæðakaup á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 2004.

Transparency International heitir á Alþjóðahvalveiðiráðið að grípa til aðgerða til að rannsaka og varpa ljósi á þessar ásakanir, svo ráðið geti í kjölfarið axlað óhindrað það hlutverk sem því var ætlað við stofnun þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert