Nýr salur safnsins að Ystafelli tekinn í notkun

Halldór Blöndal klippir á borðann
Halldór Blöndal klippir á borðann mbl.is/Hafþór

Það var veðurblíða í Köldukinn í dag þegar fjölmenni dreif að Samgönguminjasafninu á Ystafelli til að vera viðstatt þegar nýr salur safnsins var formlega tekinn í notkun en við það tvöfaldast húsakostur þess.

Sverrir Ingólfsson forstöðumaður safnsin bauð gesti velkomna með stuttri tölu og að því loknu opnaði Halldór Blöndal nýja salinn með táknrænum hætti er hann klippti á borða sem strengdur var í tengibyggingu á milli húsanna.

Þegar gestir og gangandi höfðu skoðað sig um í nýja salnum var þeim boðið upp á veglegar veitingar, grillamat og tilheyrandi. Við þetta tækifæri var einnig opnuð sýning á myndum af hinum ýmsu farartækjum úr Þingeyjasýslum sem Jón Þorgrímsson á Húsavík hefur safnað.

Á morgun sunnudag er íslenski safnadagurinn og í tilefni hans, og opnunar nýja salarins, er ókeypis aðgangur að Samgönguminjasafninu í dag og á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert