Banaslys á Suðurlandsvegi

Frá vettvangi á Suðurlandsvegi í nótt.
Frá vettvangi á Suðurlandsvegi í nótt. mbl.is/Guðmundur Karl

Banaslys varð á Suðurlandsvegi til móts við Langsstaði í Flóa um kl. 00:30 í nótt. Þar rákust saman fólksbifreið sem ekið var í vesturátt og jepplingur sem ekið var í gagnstæða átt. Kona á fertugsaldri var ein í fólksbifreiðinni og lést hún á vettvangi.

Jepplingurinn valt og eldur kom upp í honum en þremur mönnum, sem í honum voru, tókst að bjarga sér út úr honum og eru þeir taldir tiltölulega lítið meiddir. Þeir voru þó fluttir til skoðunar á sjúkrahús á Selfossi og í framhaldi af því á sjúkrahús í Reykjavík.

Þyrla LHG var kölluð á vettvang en konan var úrskurðuð látin áður en til flutnings kom.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert