Dregið hefur úr úrkomu á Siglufirði og vatn er farið er að sjatna að sögn lögreglunnar sem segir ástandið öllu betra en var í fyrstu. Mikið hefur rignt á svæðinu sl. tvo sólarhringa og hefur fólk verið varað við hættu á aurskriðu og grjóthruni vegna þessa. Lögreglan hefur vaktað svæðið við Hvanneyrará sem er orðin mjög vatnsmikil, auk hlíðarinnar undir Hvanneyrarskálinni. Lögreglan bendir á að það hafi kólnað í veðri og tindar orðnir hvítir sem þýði að minna af vatni leki niður hlíðarnar.
Lögreglan segir ekkert fólk hafa verið í bráðri hættu. Hættan hafi fyrst og fremst beinst að húsum og öðrum mannvirkjum. Lögreglan segir að úrkoma sé í kortunum út þessa viku í bænum en hún vonar að úrkoman verði ekki í þeim mæli sem verið hefur.