Stangveiðifélag Reykjavíkur semur um leigu á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár

Ölfusá
Ölfusá mbl.is/Sigurður Jóns

Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur skrifað undir samninga við landeigendur um netaleigu á vatnasvæði Hvítár- og Ölfusár sem tryggja það að stærsti hluti netanna verður ekki nýttur næstu árin. Samningarnir sem undirritaðir voru nú í síðustu viku tryggja að umfangsmestu lagnir vatnasvæðisins verða á þurru, þar á meðal svokallaðar Selfosslagnir.

Alls er um rúmlega 2/3 af meðalnetaveiði að ræða, og að því er segir í fréttatilkynningu má gera ráð fyrir að hlutfall stangaveiddra laxa í heildarveiðitölum svæðisins muni aukast verulega.

Meðalveiði í net í Hvítá/Ölfusá síðastliðinna 10 ára er um 2.850 laxar. Meðalveiði á stöng á þessu svæði á sama tímabili er um 1.150. Með þeim samningum sem nú hafa verið gerðir um uppkaup neta, má gera ráð fyrir verulegri aukningu stangaveiði, en það er mat vísindamanna að um 25 – 30% af þeim laxi sem ella hefði farið í netin, muni veiðast á stöng á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka