Davíð afhjúpaður

Brjóstmynd af Davíð Oddssyni afhjúpuð í Ráðhúsi Reykjavíkur
Brjóstmynd af Davíð Oddssyni afhjúpuð í Ráðhúsi Reykjavíkur Sverrir Vilhelmsson

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhjúpaði í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur brjóstmynd af Davíð Oddssyni, fyrrverandi borgarstjóra. Davíð ávarpaði viðstadda og þakkaði þann heiður sem sér væri sýndur. Hann kvaðst hafa kynnst öllum borgarstjórum Reykjavíkur að undanskildum fjórum fyrstu. Hann minnist þess að bæði Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen hafi sagt við sig, hvor í sínu lagi, að hann skyldi vera eins lengi borgarstjóri og hann gæti. Það myndi honum þykja skemmtilegasta starf sem hann hefði gegnt. Voru þeir báðir forsætisráðherrar þegar þessi orð féllu.

Davíð uppljóstraði í gær því leyndarmáli að hornsteinn að Ráðhúsinu hefði í sinni borgarstjóratíð verið lagður á afmælisdegi móður sinnar og hornsteinn að Perlunni á afmælisdegi föður síns.

Brjóstmyndina gerði Helgi Gíslason myndhöggvari. Sagði Davíð að ævintýralegt hefði verið að sitja fyrir hjá Helga, "því hann hljóp til og frá og var alltaf eins og hann væri að skylmast við mig."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka