Það er útlit fyrir hörkufrost á morgun, að sögn Kristínar Hermannsdóttur veðurfræðings, og gæti það farið niður undir tuttugu gráður í innsveitum norðanlands. Í spám um hádegisbil í dag leit jafnvel út fyrir að frostið muni haldast fram undir mánaðamót.
Frostið var um sjö gráður í Reykjavík og á Akureyri um hádegið, en fyrir norðan er þar að auki allt á kafi í snjó. Kristín segir að í svona frosti þurfi ekki að hreyfa mikið vind til að vindkælingar fari að gæta, svo jafnast geti á við 20 gráðu frost.
Segir Kristín að það geti í ýmsum tilvikum verið varasamt, til dæmis fyrir börn sem fari út í slíku veðri.