Anna Kristín þiggur þriðja sætið

Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, hefur ákveðið að taka þriðja sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Í prófkjöri sóttist Anna Kristín eftir 1. eða 2. sæti listans en lenti í 3. sæti á eftir Guðbjarti Hannessyni og Karli V. Matthíassyni.

Anna Kristín staðfesti við fréttavef Skessuhorns að hún taki þriðja sætið á listanum. „Ég tek þriðja sætið enda lít ég á að það sé baráttusæti listans og mun leggja allt mitt af mörkum til þess að sigur flokksins verði sem glæsilegastur í vor.“

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið um næstu helgi að Reykjum í Hrútafirði og þar mun kjörnefnd bera upp tillögu að skipan framboðslistans. Samfylkingin fékk tvo þingmenn í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum.

Skessuhorn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka