Forsætisráðherra, Geir H. Haarde, kynnti á blaðamannafundi álit nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi, sem forsætisráðherra skipaði á síðasta ári. Meðal þess sem fram kemur er að fjárframlög til stjórnmálaflokka og einstaklinga í prófkjörum mega að hámarki vera 300 þúsund krónur. Heildarkostnaður frambjóðanda í prófkjöri má ekki vera meira en 1 milljón að viðbættu álagi sem fer eftir fjölda þeirra sem skráður er á kjörskrá.