Mun berjast gegn lögbanni

„Ég hef engu logið," segir Sigurjón M. Egilsson, fráfarandi ritstjóri Blaðsins. Hann þvertekur fyrir að hann hafi verið búinn að ráða sig til 365 þegar forsvarsmenn Árs og dags hafi spurt sig um það í september. Hann segir að hann sé í raun atvinnulaus í bili, en sé á leið á nýtt dagblað. Það sé því algerlega rangt að hann hafi þegar ráðið sig til starfa á öðru blaði. Hann muni því berjast af alefli gegn mögulegri lögbannskröfu.

Spurður um ágreining við auglýsingastjóra Blaðsins segir Sigurjón að þegar hann hafi komið inn á blaðið hafi það tíðkast að auglýsingasölufólk hafi horft yfir öxl blaðamanna og reynt að selja viðmælendum þeirra auglýsingar vegna viðtalanna. Einnig hafi efni sem selt var í blaðið ekki verið aðskilið frá efni unnu á ritstjórn. Þetta stangist á við grundvallarsjónarmið blaðamanna og hann hafi náð því fram að því væri breytt.

Hann hafnar því einnig alfarið að hafa reynt að fá starfsmenn Blaðsins til liðs við sig á nýjum vettvangi. „Ég hef forðast alla umræðu um þetta vegna þess að ég var bundinn í vinnu hjá Ári og degi, og þess vegna hefur umræða um þetta verið í algeru lágmarki. Þetta er fólk sem kom með mér á Blaðið mín vegna en ekki blaðsins vegna. Ég hef ekki ráðið neinn af starfsmönnum Blaðsins yfir á nýtt blað, þótt það sé ljóst að Janus Sigurjónsson [sonur Sigurjóns] muni fylgja mér," segir Sigurjón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka