Telja handhafa frelsisverðlauna SUS ekki verðugan

Stjórn Hávarrs, félags ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð, segist ekki geta stutt það, að Andri Snær Magnason, rithöfundur, hafi fengið ný frelsisverðlaun Sambands ungra sjálfstæðismanna. Segir stjórn Hávarrs í tilkynningu, að Andri Snær hafi beitt sér mjög gegn atvinnuuppbyggingu og frjálsu framtaki í Fjarðabyggð.

Stjórn félagsins segist hins vegar fagna tilkomu verðlaunanna og telja þau þarfa hvatningu til útbreiðslu frjálshyggju í samfélaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka