Esso lækkar verð á bensíni um 50 aura

Olíufélagið, ESSO hefur ákveðið lækkun á öllum eldsneytistegundum í dag, 19. janúar. Lækkar lítrinn af bensíni um 50 aura, en dísil-, gas-, flota- og svartolía IFO 30 lækka um eina krónu. Skýring lækkunarinnar nú er sterkari staða krónunnar og lækkandi heimsmarkaðsverð á eldsneyti.

Í tilkynningu frá ESSO kemur fram að þetta er 56. verðbreyting félagsins síðan í júlí á sl. ári en síðast lækkaði verð á bensíni þann 12. janúar um kr. 1,20. „Skýring lækkunarinnar nú er sterkari staða krónunnar og lækkandi heimsmarkaðsverð á eldsneyti. Lækkunin er gerð í trausti þess, að krónan verði áfram jafn sterk og nú.

Eftir lækkunina verður algengasta verð á 95 oktana bensíni hjá Olíufélaginu kr. 111,00 á lítra, en Safnkortshafar fá auk þessa afslátt í formi punkta inn á Safnkortsreikninga sína," samkvæmt tilkynningu frá ESSO.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert