Ökumaður slapp ómeiddur er bíll hans hafnaði í Ölfusá um klukkan 22:40 í kvöld. Maðurinn var einn í bílnum sem fór í ánna fyrir neðan leikhúsið, við Nóatúnsverslunina. Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á svæðinu voru kallaðar út vegna þessa en aðstæður voru tiltölulega góðar og dýpi lítið þar sem slysið varð og því maraði bíllinn aðeins í hálfu kafi.
Björgunarfélag Árborgar fór með slöngubát að bílnum og náðist maðurinn fljótt úr honum. Hann hafði þá setið í bílnun nokkra stund og var orðinn hrakinn. Tildrög þess að bíllinn lenti í ánni eru ekki ljós en mikil hálka var á Árveginum sem liggur meðfram ánni.