Óbreyttir skattar og gjöld á flugferðir

Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar mbl.is/Helgi Bjarnason

Skattar og gjöld á flugferðir hafa ekkert breyst hjá Icelandair og Iceland Express á þeim þremur mánuðum sem liðnir eru frá því FÍB blaðið vakti athygli á grunsamlega samstilltri verðlagningu þeirra. Þetta kemur fram á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Einkum vakti FÍB athygli á því að flugfélögin taka tvöfalt til þrefalt hærri upphæðir í skatta og gjöld en þau raunverulega skila til flugvalla og yfirvalda.

„Reyndar hafa skattar og gjöld hækkað sums staðar hjá báðum félögunum, eins og t.d. milli Keflavíkur og London. Nú tekur Icelandair 9.860 kr. í þessi gjöld og Iceland Exress 9.590 kr.

Þess má minnast að fulltrúi Icelandair sagði í útvarpsviðtali í nóvember síðastliðnum að hærra eldsneytisverð útskýrði helminginn af þessum upphæðum. Frá því í ágúst síðastliðnum hefur verð á þotueldsneyti lækkað um nærri 25% og því hefðu skattar og gjöld félagsins milli Keflavíkur og London átt að hafa lækkað um þúsund krónur, úr tæpum níu þúsund í tæpar átta þúsund. En þess í stað hefur gjaldið hækkað um þúsund krónur. Icelandair er því að hagnast tvö þúsund krónum meira af hverjum farmiða til London heldur en það gerði í september.

Þær ferðaskrifstofur sem bjóða upp á stakar flugferðir til útlanda að sumarlagi haga sér með eðlilegum hætti í þessum efnum. Þannig innheimta Heimsferðir 4.190 kr. í flugskatta og Plúsferðir (Sumarferðir) 4.290 kr. Þessar upphæðir eru í samræmi við það sem félögin þurfa raunverulega að skila sem sköttum og gjöldum," samkvæmt vef FÍB. Vefur Félags íslenskra bifreiðaeigenda

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert