Ísafjarðardjúp er ófært vegna snjóflóða og verður ekki mokað vegna snjóflóðahættu fyrr en í fyrramálið. Vegna veðurs mun færð á Steingrímsfjarðarheiði þyngjast mjög fljótlega eftir að þjónustu lýkur kl 20.00 í kvöld.
Þá er varað við óveðri á sunnanverðu Snæfellsnesi og töfum á umferð við Kirkjuból í Steingrímsfirði vegna umferðaróhapps.
Allir helstu vegir á Suður- og Suðausturlandi er vel færir. Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði annars greiðfært. Á Vestfjörðum er mjög hvasst á heiðum og víða hálka og skafrenningur, stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði. Á Norðurlandi er hálka og éljagangur á Öxnadalsheiði annars greiðfært. Á Norðausturlandi og Austurlandi er víða hálka, hálkublettir, sjókoma og skafrenningur.