Í skýrslu um stöðu mannréttinda í heiminum, sem bandaríska utanríkisráðuneytið gaf út í gær, segir að mannréttindi séu almennt virt á Íslandi og dómskerfið hafi fjallað með skilvirkum hætti um þau mál, sem upp hafi komið.
Fram kemur í skýrslunni, að tilkynningar hafi borist um ofbeldi gegn konun, mismunun gagnvart minnihlutahópum og útlendingum og fáein tilfelli þar sem grunur leiki á mansali. Slíkar tilkynningar hafi yfirleitt byggst á orðrómi um að fólk hefði verið flutt til, gegnum eða hugsanlega frá landinu. Fjöldi slíkra mála hafi verið undir 100.
Kaflinn um Ísland í skýrslunni