Vélsleðahátíð við Mývatn

Frá spyrnukeppninni á Mývatnsísnum fram af Álftabáru.
Frá spyrnukeppninni á Mývatnsísnum fram af Álftabáru. mbl.is/BFH

Árleg hátíð vélsleðamanna er haldin um þessa helgi í fegurasta veðri og nýföllnum snjó. Á föstudaginn fór fram brautarkeppni á Mývatni framundan Álftabáru. Í dag var Ísspyrna á ísnum við Álftabáru um morguninn, en eftir hádegið er keppt snjókross á Kröflusvæðinu.

Snjór er mikill og afbragðsgóður og veðrið frábært. Fjölmenni er á hátíðinni sem líkur í kvöld með veislu og verðlaunaafhendingu í Skjólbrekku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka