Ráðinn framkvæmdastjóri Akureyrarstofu

Þórgnýr Dýrfjörð
Þórgnýr Dýrfjörð

Bæjarstjórinn á Akureyri hefur ákveðið að ráða Þórgný Dýrfjörð menningarfulltrúa í stöðu framkvæmdastjóra Akureyrarstofu eftir að stjórn Akureyrarstofu hafði mælt með ráðningu hans. Umsækjendur um starfið voru 33.

Þórgnýr Dýrfjörð, sem er með BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands, hefur víðtæka starfsreynslu, m.a. sem framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, verkefnisstjóri reynslusveitarfélagsins Akureyri, deildarstjóri búsetu- og öldrunardeildar Akureyrarbæjar og sem menningarfulltrúi Akureyrarbæjar, að því er segir í tilkynningu.

Þórgnýr tekur við starfinu 1. apríl nk. og er stefnt að opnun Akureyrarstofu síðari hluta aprílmánaðar í Ráðhúsinu, Geislagötu 9.

Þórgnýr er giftur Aðalheiði Hreiðarsdóttur leikskólakennara og eiga þau 3 börn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert