Kristján Möller, alþingismaður segir Samfylkinguna vilja að ríkið kosti gerð Vaðlaheiðarjarðganga svo ekki komi til veggjalds. Kostnaður við gerð ganganna er nær sex miljarðar. Þetta kemur fram á vefsíðu Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Fram kemur að Kristján telji að svigrúm til þessa hafi skapast eftir að stækkun álvers var fellt í Hafnafirði. Ennfremur segist hann vilja hann gera stórátak í samgöngumálum í stað stóriðju á höfuðborgarsvæðinu.