Yfir 730 lóur gerðar fyrir altaristöflu Ísafjarðarkirkju

Fuglar himinsins var valið altarisverk Ísafjarðarkirkju og tóku sóknarbörnin þátt …
Fuglar himinsins var valið altarisverk Ísafjarðarkirkju og tóku sóknarbörnin þátt í sköpun þess. mynd/bb.is

Mikil þátttaka var á meðal íbúa og gesta á Ísafirði um páskahelgina í gerð nýrrar altaristöflu fyrir Ísafjarðarkirkju. Vinnustofa listamannsins, Ólafar Nordal, í Vestrahúsinu við höfnina á Ísafirði var yfirfull allan föstudaginn langa að því er fram kemur í fréttum svæðisútvarpsins á Ísafirði.

Upphaflega gerði Ólöf ráð fyrir rúmlega 300 fuglum í altaristöfluna en í heild voru búnar til yfir 730 lóur. Munu þær prýða vegg kirkjunnar en verkið heitir Fuglar himinsins og verður sett upp í sumar.

Að sögn listamannsins er verkið byggt á sögunni um lausnarann og lóurnar og hún hafði að leiðarljósi verkið ætti að hafa víða skírskotun, vera sprottið úr íslenskri menningarhefð, tengjast umhverfinu og hafa persónuleg tengsl við sóknarbörnin í söfnuðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka