Í dag er grænn dagur í nokkrum grunnskólum Reykjavíkurborgar og ætla nemendur að taka til hendinni við að fegra og bæta umhverfi sitt. Í Laugarnesskóla ætla nemendur að nýta daginn til að hreinsa skólalóðina og í Engjaskóla munu nemendur fegra sitt nánasta umhverfi. Í Víkurskóla, sem er "grænfána skóli", verður móinn fyrir neðan skólahúsið hreinsaður og gert hreinsunarátak á skólalóðinni en í þeim skóla er starfandi umhverfisráð nemenda, kennara og foreldra og þar er allt rusl og lífrænn úrgangur flokkaður.
Menntaráð samþykkti á fundi sínum 19. febrúar að efna til tveggja umhverfisdaga í grunnskólum borgarinnar og að þeir yrðu skilgreindir sem grænir dagar á skóladagatali. Sá fyrri að vori og yrði helgaður nánasta umhverfi skólans, en sá seinni að hausti, helgaður umhverfisfræðslu.