"Afar ósmekklegur leikur"

Þremur konum er nauðgað í tölvuleiknum RapeLay.
Þremur konum er nauðgað í tölvuleiknum RapeLay.

„Netið er fullt af alls konar ofbeldis- og niðurlægingarleikjum og það er alveg ljóst að þetta er afar, afar ósmekklegur leikur," segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, um japanska þrívíddartölvuleikinn RapeLay sem nálgast má í gegnum hið íslenska vefsvæði torrent.is.

Segir hann rannsókn málsins þegar hafna og að í athugun sé hvaða lög geti átt við um háttsemina. Tekur hann fram að erfitt sé að koma lögum yfir saknæma háttsemi í netheimum og lögreglan þurfi að hafa lagalegar forsendur til þess að bregðast við.

„Maður verður ekki nauðgari af því að spila leikinn, ekki frekar en maður verður morðingi af því að spila morðleiki," segir Svavar Lúthersson, eigandi lénsins torrent.is. Hann telur leikinn ekki munu verða fjarlægðan af torrent.is fyrr en ljóst sé að hann sé ólöglegur eða dreifing hans feli í sér brot á lögum.

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra er sleginn miklum óhug vegna frétta um nauðgunarleikinn RapeLay. Guðlaugur Þór sá fréttina á sínum fyrsta starfsdegi í ráðherrastól í gær og er hann þeirrar skoðunar að banna eigi fyrirbærið. „Mér brá afskaplega mikið þegar ég sá þessa frétt og finnst gersamlega fráleitt að svona lagað skuli þrífast á Netinu," sagði Guðlaugur Þór nokkrum andartökum eftir að hann tók við lyklavöldum í heilbrigðisráðuneytinu, þegar Morgunblaðið innti hann eftir viðbrögðum hans. „Þetta tekur auðvitað engu tali, enda eins ömurlegt og hugsast má. Ég er ekki mikið fyrir boð og bönn, en ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun minni á þessu. Svona efni ætti alfarið að banna."

Í hnotskurn
» Nýr heilbrigðisráðherra er þeirrar skoðunar að banna eigi tölvuleiki á borð við RapeLay.
» Alls eru skráðir 18.500 notendur á torrent.is sem hafa aðgang að leiknum.
» Notendur eru í öllum aldurshópum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka