Færeyskir fjölmiðlar segja í dag, að Eimskip hafi reynt að kaupa meirihluta hlutabréfa í Smyril Line, sem gerir út ferjuna Norrænu. Dimmalætting segist hafa eftir áreiðanlegum heimildum, að fulltrúar íslenska félagsins hafi verið Færeyjum og freistað þess festa kaup á hlut í Smyril Line en án árangurs.
Blaðið segir, að hvorki TF Holding né Framtaksgrunnurin, sem eiga samanlagt yfir helming bréfanna, hafi viljað selja.
Eimskip keypti Skipafelag Føroya fyrir nokkrum árum.