Mun senda skýrslu til stjórnvalda í Portúgal

Joao De Lima Pimentel, sendiherra Portúgals, sagði eftir að hafa skoðað vinnusvæðið á Kárahnjúkum að hann myndi skila skýrslu til portúgalskra stjórnvalda um aðbúnað verkamanna sem vinna á svæðinu. Hann óskaði eftir að fá að skoða vinnusvæðið eftir að fjölmiðlar í Portúgal greindu frá vondum aðbúnaði portúgalskra verkamanna við Kárahnjúka.

Um 300 Portúgalar starfa við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og ræddi Pimentel við landa sína í mötuneytinu, menn sem vinna við yfirfallsskurðinn og einnig menn sem vinna í jarðgöngunum. Ekki var annað að heyra á þeim sem sendiherrann talaði við en að fólk væri ánægt á vinnusvæðinu og ýmsir gagnrýndu fréttaflutninginn af aðbúnaði fólks við Kárahnjúka. Þeir viðurkenndu þó að veðrið hefði komið þeim í opna skjöldu. Stundum hefði verið yfir 20 stiga frost á svæðinu.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka