Roskinn karlmaður, sem liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hafa fundist meðvitundarlaus ásamt eiginkonu sinni í tjaldvagni í Djúpadal í Reykhólahreppi í gær, er á batavegi. Að sögn vakthafandi læknis var konan ekki flutt á gjörgæslu en hún er einnig á batavegi.
Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að rannsókn lögreglu beinist fyrst og fremst að því hvort gas hafi lekið frá viðlegubúnaði í vagninum eða hann brugðist með öðrum hætti en ekki fengust upplýsingar um það í gær hvers konar búnað væri um að ræða. Ekki er vitað til þess að gasskynjari hafi verið í vagninum.