Tjaldvögnum, fellihýsum, húsbílum og hjólhýsum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og er þar í flestum tilfellum notast við gas við matargerð og kyndingu. Gasinu fylgir þó auðvitað viss hætta þar sem það er eitrað við innöndun og eðli málsins samkvæmt afar eldfimt, og getur hæglega farið illa ef fyllstu varúðar er ekki gætt.