Falun Gong hvetur stjórnvöld til að greiða bætur

Hér sjást Falun Gong-iðkendur sitja fyrir framan hús Stjórnarráðsins í …
Hér sjást Falun Gong-iðkendur sitja fyrir framan hús Stjórnarráðsins í júní árið 2002 þegar opinber heimsókn forseta Kína á Íslandi stóð yfir. mbl.is/Þorkell

Falun Gong hreyfingin hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að bæta fyrir framkomu sína við Falung Gong iðkendur árið 2002, m.a. með því að meina þeim um inngöngu í landið meðan á heimsókn forseta Kína stóð.

Í tilkynningunni segir að skráð séu rúmlega 66.000 tilfelli um heilaþvott, slæma meðferð og pyntingar á Falun Gong liðum í Kína og segir ennfremur að komið hafi í ljós að stjórnvöld hafi tekið líffæri úr meðlimum Falun Gong, en talsverður markaður er fyrir líffæri í Kína.

Þá segir að iðkendur Falun Gong hafi notað tíma sinn og fé til að ferðast hingað til að iðka hljóðlát mótmæli, en íslensk stjórnvöld hafi beygt sig undir vilja erlends einræðisríkis gegn vilja íslensku þjóðarinnar.

Segir að með því að bæta Falun Gong liðum meðferðina geti Íslendingar endurreist mannorð sitt og farið að vilja eigin þjóðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert