Í sól og sumaryl

Fjölmargir voru samankomnir í Nauthólsvíkinni í Reykjavík í dag til þess að sleikja sólina og busla í sjónum, enda hefur veðrið verið með besta móti og fór hitinn í um 14 stig í borginni. Stemningin var einnig með besta móti á ylströndinni þegar myndatökumaður mbl.is var þar á ferðinni í dag.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður skýjað og hafgola á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Næstu þrjá daga á eftir má svo gera ráð fyrir lítilsháttar úrkomu. Það gæti hinsvegar gefist ágætis tækifæri aftur um eða upp úr helginni að njóta sólargeislanna á ný að sögn veðurstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka