Enginn lax kominn á land í Elliðaánum

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, við veiðar í morgun.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, við veiðar í morgun. mbl.is/Eyþór

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, hóf veiðar í Elliðaánum klukkan sjö í morgun með því að kasta í Sjávarfoss. Vilhjálmur náði engum laxi í ánum í morgun en lítið líf var í ánni. Nú um níuleytið voru fleiri farnir að veiða en enginn lax hafði bitið á.

Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur kemur fram að neðst í ánni kastaði Haukur Leósson flugunni á Breiðunni en þar var allt við það sama og ekki varð vart við neitt líf. Veitt er á fjórar stangir í ánum fram eftir júní.

Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra, gekk betur við veiðarnar í fyrra …
Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra, gekk betur við veiðarnar í fyrra þegar hann landaði þessum fiski við opnun árinnar. mbl.is/Einar Falur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka