Óþekkt áhald notað í fjöldaátökum í nótt

Maður sem færður var á slysadeild í nótt eftir fjöldaátök í austurbæ Reykjavíkur reyndist ekki hafa verið stunginn í bakið, heldur var um eitthvað annað óþekkt áhald að ræða. Áverkar voru minniháttar og hefur maðurinn verið útskrifaður, að sögn læknis slysadeildar í Fossvogi. Annar maður fór í aðgerð í nótt eftir sömu fjöldaátök og liggur nú höfuðkúpubrotinn á gjörgæslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka