Leita að Íslendingum til að aka yfir Suðurskautslandið

Breskir vísinda- og ævintýramenn sem ætla í leiðangur þvert yfir Suðurskautslandið eru nú staddir hér á landi. Ferðin verður farin á vegum Corvus-stofnunarinnar í Sviss í þeim tilgangi að gera vísindarannsóknir og vekja athygli á hnattrænni hlýnun og mikilvægi Suðurskautslandsins fyrir stöðugleika í náttúrufari jarðar.

Ferðin verður sú þriðja í sögunni sem nýtur aðstoðar Íslendinga og munu tveir sérútbúnir jeppar frá Arctic Trucks skila hópnum alla leið.

Íslenskra ökumanna leitað

Leiðangursstjórinn Jason de Carteret og Chloe Courtauld, verkefnisstjóri ferðarinnar, eru nú að leita að tveimur íslenskum ökumönnum sem vilja ganga til liðs við hópinn, en opið er fyrir umsóknir á heimasíðu ferðarinnar. Þau verða aftur á ferðinni í ágúst og leggja þá hæfnispróf fyrir umsækjendur. Jason segir ökumenn þurfa að hafa ákveðna kunnáttu á vélar og tækjabúnað auk reynslu af akstri við erfiðar aðstæður, en leggur höfuðáherslu á tungumálakunnáttu og samstarfshæfileika, enda ekki auðvelt að búa með 10 manns í tveimur bílum í meira en tvo mánuði. Lagt verður af stað í október og áætlað er að ferðinni ljúki seint í desember. Farið verður úr vestri yfir pólinn og endað á Ross-eyju við skála Scotts landkönnuðar sem fór á suðurpólinn árið 1912.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka