Vatni hleypt úr Hálslóni í næstu viku

Myndin er tekin af Kárahnjúkavef Landvirkjunar og sýnir Sandfell í …
Myndin er tekin af Kárahnjúkavef Landvirkjunar og sýnir Sandfell í miðju Hálslóni. mynd/Ólafur Þ. Rafnsson

Fyrirhugað er að hleypa vatni úr Hálslóni 3. júlí n.k., klukkan 10. Er þetta gert í öryggisskyni vegna þess að Hálslón fyllist fyrr en æskilegt þykir. Verða botnrásir opnaðar og mun því vatnsmagn í farvegi Jökulsár á Dal aukast um 150-300 rúmmetra. Aftur verður vatni hleypt úr lóninu í ágúst.

Fram kemur á heimasíðu Fljótsdalshérðas, að rennslið í árfarveginum aukist umtalsvert en nálgist samt aldrei meðalrennsli í Jöklu og vatnsmagn við Hjarðarhaga verði verulega minna en svarar til meðalrennslis í Jöklu á þessum árstíma fyrir virkjun.

Vatnið sem hleypt er af lóninu er tekið 5 metrum fyrir neðan intaksopið virkjunarinnar eða í 525 metrum yfir sjávarmál svo ekki er um að ræða vatn í botni lónsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka