Byggðastofnun keypti hlut í Miðfelli

Byggðastofnun keypti hlut eignarhaldsfélagsins Kagrafells í rækjuvinnslunni Miðfelli á Ísafirði þremur vikum áður en fyrirtækið varð gjaldþrota. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins. Kagrafell er í eigu Elíasar Oddssonar, framkvæmdastjóra Miðfells, og var langstærsti hluthafinn.

Útvarpið hafði eftir starsfmanni Byggðastofnunar, að stofnunin væri með kaupunum að leysa til sín veð vegna eldri skulda eignarhaldsfélagsins við Byggðastofnun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert