Byggðastofnun keypti hlut eignarhaldsfélagsins Kagrafells í rækjuvinnslunni Miðfelli á Ísafirði þremur vikum áður en fyrirtækið varð gjaldþrota. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins. Kagrafell er í eigu Elíasar Oddssonar, framkvæmdastjóra Miðfells, og var langstærsti hluthafinn.
Útvarpið hafði eftir starsfmanni Byggðastofnunar, að stofnunin væri með kaupunum að leysa til sín veð vegna eldri skulda eignarhaldsfélagsins við Byggðastofnun.