Togari með net í skrúfunni í mynni Skutulsfjarðar

Mánaberg lónar í mynni Skutulsfjarðar.
Mánaberg lónar í mynni Skutulsfjarðar. mynd/bb.is

Frystitogarinn Mánaberg ÓF frá Ólafsfirði er nú staddur í mynni Skutulsfjarðar en net flæktist skrúfu skipsins.

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að engin hætta sé á ferð. Skipstjórinn bíði eftir að Hafsteinn Ingólfsson, kafari, komi úr ferð og þá muni skipið leggjast að bryggju og skorið verði úr skrúfunni. Á meðan klárar áhöfnin að vinna aflann.

Guðmundur segir að togarinn hafi fengið drauganet í skrúfuna í togi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert