Ingibjörg Sólrún á fundi með Peres

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra með Shimon Peres, nýjum forseta Ísraels, …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra með Shimon Peres, nýjum forseta Ísraels, í forsetabústaðnum í Jerúsalem í dag. Reuters

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hitti Shimon Peres, nýkjörinn forseta Ísraels, í forsetabústaðnum í Jerúsalem í dag. Ingibjörg Sólrún hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í gær og fór þá m.a. upp í Gólan-hæðirnar á landamærum Ísraels og Sýrlands. Þá stendur til að hún hitti Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, Ehud Barak varnarmálaráðherra og fleiri ísraelska áhrifamenn í dag og á morgun.

Á fimmtudag fer hún hins vegar yfir til palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna þar sem hún mun m.a. heimsækja Ramallah og eiga fundi með Salam Fayyad, forsætisráðherra nýrrar heimastjórnar Palestínumanna, og Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna. Þá stendur til að hún snæði kvöldverð með íslenskum starfsmönnum hjálparsamtaka á svæðinu.

Á föstudag mun hún síðan heimsækja Fæðingarkirkjuna og palestínskar flóttamannabúðir í nágrenni Betlehem. Ferð hennar lýkur síðan í Jórdaníu á laugardag þar sem hún mun kynna sér aðstæður Íraka sem flúið hafa átökin í heimalandi sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert